Þrír styrkir Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands

Þann 12. janúar fór fram hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2022. Fundurinn var nú, í fyrsta skipti eftir Covid, haldinn með hefðbundnum hætti í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meginefni fundarins var að úthluta styrkjum til rannsóknarstarfs á Suðurlandi. Umsækjendur um styrki voru fimm þetta árið og voru þrír þeirra styrktir um samtals 1.600.000 kr. Það var Sveinn Aðalsteinsson sem kynnti niðurstöður stjórnar sjóðsins og forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti styrkina.
Fræðslunetið óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkina og þakkar öllum þeim fjölmörgu bakhjörlum á Suðurlandi sem standa að sjóðnum fyrir stuðninginn í gegnum árin.
- Details
ÍSLENSKUKENNSLA FYRIR ÚTLENDINGA TIL UMFJÖLLUNAR Í RÁÐHERRANEFND UM ÍSLENSKA TUNGU
Mánudaginn 16. janúar síðastliðinn kynnti Sólveig Hildur Björnsdóttir, formaður Símenntar - samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, ráðherranefnd um íslenska tungu hugmyndir félagsins um tækifæri og leiðir til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þá sótti Sólborg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími, fundinn með Sólveigu. Hér má lesa fréttina í heild (sótt af vefsíðu Mímis 23. janúar 2023)
- Details
Tækifæri til að hefja nám í Menntastoðum

Kennsla í Menntastoðum hefst þann 5. janúar. Það er hægt að bæta við nýjum þátttakendum á vorönn. Þær námsgreinar sem verða kenndar á vorönn eru tungumál; enska og danska, heimildavinna og stærðfræðiáfangi. Námsbrautin opnar leið inní undirbúningsdeildir háskólanna, s.s. Háskólans á Bifröst, HR eða Keilis. Einnig eru Menntastoðir tækifæri fyrir þá sem vantar bóklega áfanga í iðnnámi. Hægt er að sjá námskrá og nánari upplýsingar um námið hér og einnig er hægt að snúa sér til Eydísar Kötlu, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 560 2030.
- Details