­

verdlaunahafar

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar ásamt styrkhöfum þeim Sólveigu og Brynju og Sveini Aðalsteinssyni formanni Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.

Tvær konur, þær Sólveig þorvaldsdóttir og Brynja Hrafnskelsdóttir hlutu styrk Vísindasjóðs Suðurlands fyrir árið 2011. Um er að ræða doktorsverkefni í báðum tilvikum. Verkefni Sólveigar fjallar um  áhrif eldgosa á atvinnugreinar og verkefni Brynju um skordýrabeit í landgræðsluskógum og lúpínubreiðum. Styrkurinn var afhentur á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var þriðjudaginn 24. janúar sl. Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti styrkina að upphæð 500.000 kr. hvor.

Vantar þig upplýsingar eða aðstoð? Hringdu í síma 560 2030

 

 

­
©2016 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is