­

Ferðamálabraut - starfstengt ferðamálanám

Hits: 1319

Athugið að innritun er stendur enn yfir. Getum bætt við okkur nokkrum þátttakendum.

Steinunn Tómasdóttir lauk námi á Ferðamálabraut frá Ferðamálaskóla MK í vor, hún starfar á Canopy Reykjavík City Center:
"Námið var hagnýtt og krefjandi og opnar ótal möguleika í fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi. Ég hlakka til að nýta krafta mína og menntun til að starfa í síbreytilegu og spennandi umhverfi ferðaþjónustunnar þar sem tækifærin eru óteljandi." Lesa meira

 

Þeir sem hafa áhuga fyrir að taka þátt í þessu námi geta skráð sig á lista hjá Fræðslunetinu hér fyrir ofan | SKRÁNING | og þá verður haft samband við viðkomandi í ágúst að loknu sumarleyfi hjá Fræðslunetinu. Einnig má senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námið er kennt í samvinnu við Ferðamálaskóla MK

Námið byggir á námskrá fyrir ferðamálanám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004 og er nú kennt eftir endurskoðaðri námskrá. Námið er hagnýtt og er sérstaklega ætlað þeim sem vilja öðlast fagþekkingu í ferðaþjónustu. Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtilegt nám þar sem fjallað er um helstu ferðamannastaði á Íslandi og úti í heimi, uppbyggingu og starfsemi greinarinnar, markaðssetningu og rekstur ferðaþjónustu. Áhersla er lögð á gott samstarf við atvinnulífið og lýkur náminu með þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtæki í ferðaþjónustu. Námið í heild veitir góða atvinnumöguleika í ört vaxandi og spennandi atvinnugrein. Hægt verður að bjóða uppá starfsþjálfun erlendis. Námið er á 4. þrepi íslenska hæfnirammans um menntun. 

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Við 25 ára aldur er tekið mið af starfsferli og öðru sem viðkomandi hefur tekið sér fyrir hendur. Nemendur þurfa auk þess að hafa gott vald á íslensku og ensku. 

Skipulag

Markmiðið með ferðafræðináminu er að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu og/eða til frekara náms. Námið tekur tvö ár sem skiptist í 36 eininga bóklegt nám og 15 eininga starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki.

Miðað er við að kennt verði síðdegis tvisvar í viku. Kennslutími verður nánar auglýstur síðar.  Vettvangsferðir og vettvangsheimsóknir eru farnar og geta verið utan hefðbundins skólatíma.

Val – 3 einingar

Nemendur velja á milli farseðla- og farbókunarkerfis og framreiðslu og matreiðslu. Greiða þarf sérstaklega fyrir áfangann vegna uppsetningar á bókunarkerfum. Nánar kynnt síðar. 

Starfsþjálfun

Til að ljúka námi er skylt að fara á þriggja mánaða starfssamning hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu. Starfsþjálfun getur farið fram samhliða námi eða að bóklega náminu loknu. Starfsreynslu hjá ferðaþjónustufyrirtæki má meta til eininga í starfsþjálfun.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og endurspeglar áherslur í náminu. Námsmatið er samsett af verkefnum og prófum. Próf geta verið skrifleg á prófatíma, munnleg eða hlutapróf inni á önninni.

Skólagjöld

Skólagjöld verða ? (auglýst síðar)  fyrir hverja önn. Greiða þarf aukalega fyrir valáfanga.

Námsgögn eru ekki innifalin í skólagjöldum.

Áfangar

Smella á áfangaheiti til að skoða lýsingu (vefur Ferðamálaskóli MK )

Starfstengt ferðafræðinám - ótímasett áætlun
Námsgreinar
    Einingar
Ferðaenska FEN202 FEN302 4
Ferðafræði FER103   3
Ferðalandafræði Íslands FLÍ102 FLÍ202 4
Ferðalandafræði útlanda   FLÚ103 3
Markaðsfræði ferðaþjónustu MAF103 3
Viðburðastjórnun (ráðstefnur, fundir, hvataferðir, bæjarhátíðir) ROF103   3
Rekstur ferðaþjónustu   REF102 2
Skyndihjálp SKY101    1
Stjórnun    STJ102 2
Umhverfi og ferðaþjónusta   UMH103 3
Upplýsingatækni ferðaþjónustu UTF103   3
Þjónustusamskipti SAM102   2
Samtals 19 ein 14 ein 33 ein
Valáfangar (skylda að taka 3 einingar)      
Framreiðsla og matreiðsla   FOM223 3
Farseðlaútreikningar og farbókunarkerfi   FBÓ103  3
Samtals 0 ein 3 ein 36 ein
Starfsþjálfun   STÞ115 15
Samtals     51 ein
 
 
 
 

 

­
©2016 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is