­
Samstarfssamningurinn undirritaður, fv. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Sveinn Aðalsteinsson,  framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Valgeir Blöndal Magnússon, framkvæmdastjóri Símeyjar, Guðjónína Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri MSS og Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis.
Fræðslunetið hefur ásamt þremur öðrum símenntunarmiðstöðvum, undirritað samstarfssamning við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, um miðlun fræðslu til fyrirtækja og starfsmanna  í ferðaþjónustu. Hæfnisetrið er tímabundið þróunarverkefni sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Til þess var stofnað á grundvelli skýrslu sem Stjórnstöð ferðamála gerði árið 2016, þar sem fjallað var um hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.
Hlutverk símenntunarmiðstöðvanna í verkefninu verður að heimsækja ferðaþjónustufyrirtæki, kynna þeim og starfsmönnum þeirra möguleika á fræðslu, fjármögnun og arðsemi af slíku starfi. Í framhaldinu verður síðan komið á markvissu fræðslustarfi innan ferðaþjónustunnar. Reynslan af þessu verkefni miðar síðan að því aðferðafræðin verði nýtt til að koma á markvissu fræðslustarfi fyrir ferðaþjónustuna á landsvísu.
Fræðslunetið mun á næstunni efna til samstarfs við nokkur ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi þar sem boðið verður uppá greiningu fræðsluþarfa og í framhaldinu gerð sérsniðin fræðsluáætlun. Árangurinn verður síðan skipulega metinn að lokinni fræðslu. Tengiliður Fræðslunetsins í verkefninu er Ottó Valur Ólafsson verkefnastjóri.

Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni í vor. Ljósmyndari er Laufey Ósk Magnúsdóttir.

fraedslunetid2017 2small.jpg

Menntastoðir. Alls luku 13 náminu.

Nú eru í undirbúningi nokkrar námsleiðir á haustönn 2017. Með því að smella á heiti námsleiðanna hér fyrir neðan má nálgast frekari upplýsingar um námið og skrá sig nema annað sé tekið fram. Einnig verður boðið uppá brúarnám fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og félagasliða, nánari upplýsingar veitir Eydís Katla - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námsbraut Lengd/einingar  Kennslutími Umsjón - netfang
Ferðamálabraut - hefst eftir miðja september 51 eining 2017-2019 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fagnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla - hefst 18. sept. 210 stundir veturinn 2017-2018  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu 61 stund haustönn 2017 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Menntastoðir - Námið hófst í ágúst. 660 stundir veturinn 2017-2018 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is