­

Nám haustið 2016

Útskriftarhópurinn úr raunfærnimati í verslunarfærni.
Miðvikudaginn 18. maí sl. voru tveir hópar útskrifaðir frá Fræðslunetinu - símenntun á Suðurlandi. Annars vegar útskrifuðust 11 nemendur úr Myndlistarsmiðju og í tilefni útskriftarinnar var opnuð myndlistarsýning með verkum nemenda í Svavarssafni sem skartar glæsilegum myndum þátttakenda. Fengu hæfileikar heimafólks svo sannarlega að njóta sín á sýningunni.

Kynningarfundur vegna raunfærnimats verður haldinn í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 Selfossi, þriðjudaginn 26. apríl kl. 17.

Um er að ræða raunfærnimat fyrir:

  • Stuðningsfulltrúa
  • Leikskólaliða
  • Félagsliða

Raunfærnimat snýst um að meta færni og reynslu einstaklinga til skólaeininga. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð til dæmis með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Áhugasamir er hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málið.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is