­

Í tilefni af veitingu styrks úr sjóðnum fyrir árið 2016 og afhendingu menntaverðlauna Suðurlands hefur stjórn sjóðsins og SASS ákveðið að efna til hátíðarfundar í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 10. janúar næstkomandi kl. 17.00.
Það væri okkur ánægja ef þú/þið sæjuð ykkur fært að vera viðstödd þennan hátíðarfund.
 
Dagskrá fundarins:
1. Tónlistaratriði. 
2. Fundarstjóri setur fund. 
3. Guðmundur Örn Sigurðsson styrkhafi sjóðsins 2014 kynnir verkefni sitt.
4. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
5. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkinn.
6. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Ávarp til styrkþega.
7. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS: menntaverðlaun Suðurlands. 
8. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir menntaverðlaun Suðurlands.
9. Ávarp forseta Íslands.
10.  Fundarstjóri slítur fundi.

Fundarstjóri: Ásmundur Sverrir Pálsson 
 
Að fundi loknum um kl. 18.00  býður sjóðurinn gestum upp á veitingar í kaffiteríu fjölbrautaskólans.
 
Eyjólfur Sturlaugsson                                       Sigurður Sigursveinsson

 

Nú erum við í óðaönn við að skipuleggja nýtt námsframboð vorannar 2017. Til að kynna sér námið nánar er hægt að smella á heiti námsins hér fyrir neðan.

  • Járningar og hófhirða, hefst 19. janúar.
  • Skrifstofuskólinn - nám fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði. Helstu greinar, tölvuvinnsla, verslunarreikningur og tölvubókhald.
  • Fjarkinn - fjögur gagnleg námskeið fyrir ferðaþjónustuna.
  • Skrefið, stutt en gagnlegt nám fyrir lesblinda, þar sem m.a. er lögð áhersla á að nýta sér nýjustu tækni til aðstoðar við lestur og ritun.

 

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2016.  Styrkurinn nemur 1.200.000 kr.
Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Styrkumsóknir sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Umsóknarfrestur er til 6. nóvember næstkomandi.  Nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar eru að finna hér.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is