­
Laugardaginn 25. mars verður haldinn kynningarfundur hjá Fræðslunetinu frá klukkan10 til 15.
Á fundinn koma sérlegir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ræða um réttindi og samninginn. Eftir hádegi koma fulltrúar Átaks, félags fólks með þroskahömlun og kynna starf félagsins, helstu baráttumál og fleira.                                             
Allir velkomnir.
Hvenær: Laugardaginn 25. mars kl. 10 - 15
Hvar: Fjölheimum, Tryggvagötu 13, Selfossi
 
Sendiherrarnir er hópur fólks með þroskahömlun sem fengið hefur fræðslu og aðstoð til að tileinka sér ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna og annast fræðslu til annarra um efni og inntak mikilvægra ákvæða hans. Þeir hafa farið um allt land, haldið kynningarfundi á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum, mannréttindaráði Reykjavíkur, í velferðarráðuneytinu og víðar þar sem óskað hefur verið eftir kynningu þeirra á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í NOTENDARÁÐI?
Fræðslunetið auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Umsóknarfrestur í notendaráðið er til 6. mars og skal sækja um hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða beint hjá Lilju Össurardóttur, verkefnastjóra símenntunar fatlaðs fólks; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í notendaráði verða 4-6 einstaklingar en fleiri gætu komist að á námskeiðin sem Fræðslunetið hefur skipulagt til undirbúnings setu í ráðinu. Námskeiðið hefst 13. mars og verður 13 skipti.
Það er þjónusturáð Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks sem ákvað að stofna notendaráð sem eingöngu er skipað fötluðu fólki. Starf notendaráðs er að gefa álit sitt á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.
Sveinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og styrkhafarnir: Aldís Erna Pálsdóttir, Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir

Þann 10. janúar  fór fram árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs. Fundurinn fór að venju  fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands að viðstöddum forseta Íslands og rúmlega fimmtíu gestum sem komu víðsvegar að af Suðurlandi.
Hefð hefur verið fyrir því á hátíðarfundum að fá kynningu á einhverju verkefni, sem sjóðurinn hefur styrkt.  Þetta árið var það Guðmundur Örn Sigurðsson styrkhafi frá 2014 sem kynnti sitt áhugaverða verkefni; Jarðskjálftasvörun vindmylla í nærsviðs nágrenni. 
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarformaður sjóðsins fór yfir niðurstöðu dómnefndar sjóðsins og gerði grein fyrir niðurstöðum. Sjóðurinn ákvað að þessu sinni að styrkja tvö verkefni um samtals kr. 1.200.000 -.  Styrkhafar sjóðsins 2016 eru: Aldís Erna Pálsdóttir vegna doktorsverkefnisins; Áhrif breytinga á landnotkun á vaðfuglastofna.
Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttur sameiginlega vegna mastersverkefnisins; Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum.
Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti styrkina.
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands hefur styrkt fjölmörg rannsóknarverkefni sem öll eiga það sameiginlegt að snúa að einhverju leyti að Suðurlandi.  Þannig hefur sjóðurinn með stuðningi samfélagsins átt þátt í að búa til nýja og hagnýta þekkingu fyrir Suðurland.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is