­
Valgeir Blöndal Magnússon
Valgeir B. Magnússon skrifar:
"Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.

Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis
Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis, samtaka símenntunarmiðstöðva skrifar:
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“
Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu.

Á Hvolsvelli er afar góð aðstaða fyrir fullorðið fólk til að stunda nám af ýmsu tagi. Árið 2010 hóf Fræðslunetið formlega fasta starfssemi í húsnæði Tónlistarskóla Rangæinga að Vallarbraut 16. Þar er skrifstofa, þar sem undirrituð hefur starfsaðstöðu og rúmgóð og björt kennslustofa sem nýtt er til kennslu, próftöku og fundarhalda.
Fjarkennslu vex fiskur um hrygg
Í vetur hefur starfsemin á Hvolsvelli verið einkar blómleg. Boðið hefur verið uppá nám af ýmsu tagi, bæði í stað- og fjarkennslu. Nú stunda þrír námsmenn nám í svæðisleiðsögn og sex í skrifstofuskóla. Að auki stunda nokkrir nám á leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú, á félagsliðabrú og í Menntastoðum sem er nám til undirbúnings náms á háskólabrú. Námið er kennt í fjarkennslu en það gefur fólki á fámennari stöðum tækifæri til að stunda formlegt nám í heimabyggð.  Nám sem veitir fólki ákveðin  starfsréttindi og er mikilvægt til að efla mannauðinn á svæðinu. Hér stunda einnig nokkrir háskólanemar nám sem nýta sér aðstöðuna.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is