­

Námsframboð haustannar af einingabæru námi hjá Fræðslunetinu hefur sjaldan verið eins fjölbreytt og nú í haust. Alls er boðið upp á sex mismunandi námsbrautir og eru þær kenndar ýmist í dreif- og/eða staðnámi.  Hér ná nefna námsbrautir eins og Grunmenntaskóla, Menntastoðir og Sölu- markaðs- og rekstrarnám. Einnig fór af stað í september sl. nám í svæðisleiðsögn í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Námsmenn koma víða að af Suðurlandi enda er starfssvæði Fræðslunetsins víðfeðmt, eða allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði.

Um þessar mundir fagnar Félag náms- og stafsráðgjafa 35 ára afmæli en þann 20. október síðastliðinn voru 10 ár síðan haldið var fyrst uppá dag náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Á síðasta ári voru 25 ár síðan námsbraut náms- og starfsráðgjafar var stofnuð við Háskóla Íslands. 
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu svo sem með börnum og unglingum í grunn- og framhaldsskólum, með fullorðnum á háskólastigi og í símenntunarmiðstöðvum. Einnig starfa náms- og starfsráðgjafar við fræðslustörf og stjórnun hjá einkafyrirtækjum. Hér á Suðurlandi starfa um það bil 15 náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum og hjá Fræðslunetinu-símenntun á Suðurlandi.
 

Ef þú ert námsmaður er próftaka eitt af því sem þú getur ekki forðast. Með því að huga vel að undirbúningi fyrir próf og árangursríkri námstækni þá eru meiri líkur á því að þú dragir úr álagi og komir í veg fyrir óþarfa streitu og kvíða. Það má skipta prófundirbúningi í tvo hluta; efnislega yfirferð og námstækni annars vegar og hins vegar persónulegan undirbúning.

Vantar þig upplýsingar eða aðstoð? Hringdu í síma 560 2030

 

 

­
©2016 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is